07.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 984 í B-deild Alþingistíðinda. (879)

74. mál, hlutabréf Íslandsbanka

Lárus H. Bjarnason:

Það var líka aðeins örstutt athugasemd. Eg vildi geta þess út af orðum háttv. 3. kgk. þm., að þar sem Nd. fer fram á að skipuð verði milliþinganefnd í bankamál landsins, þá er lang einfaldast að láta stjórnina vísa þessu máli til hennar.

Viðvíkjandi orðum háttv. 4. kgk. þm., að það gæti leitt til hættulegrar samkepni við Landsbankann af hálfu Íslandsbanka, ef þessum kaupum yrði hafnað, þá vildi eg aðeins geta þess, að sá ótti er ástæðulaus, þar sem góðir menn sitja í stjórn Íslandsbanka, enda löggjafarvaldinu altaf innanhandar að styðja Landsbankann gegn slíkri samkepni, ef til kæmi.