22.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1020 í B-deild Alþingistíðinda. (922)

81. mál, unglingaskólar

Lárus H. Bjarnason:

Unglingaskólarnir eru rökstuddir með því, að þeir eigi að vera millibilsskólar milli barnaskólanna og gagnfræðaskólanna. En þeir hafa það í för með sér, að reisa verður ný skólahús, fá nýja kennara, og margt fleira, sem veldur töluverðum kostnaði. Það væri sýnu hægra að ná sama takmarki, með því annaðhvort að bæta einum bekk ofan við barnaskólana, eða neðan við gagnfræðaskólana. Þá þyrfti engin ný hús, en í hæðsta lagi að bæta við kennara hér eða þar. Eg efast að öðru leyti um nauðsyn slíkra reglugjörða, sem hér ræðir um, en eg fylgdi Akureyrarskólanum, og mun líka fylgja þessari tillögu; hún er heldur til bóta en hitt, og vænti eg þess jafnframt, að hinn háttv. þm. Ísf. muni bæði atkvæði mitt og sín fögru orð, er háskólamálið kemur til atkvæða hér í deildinni.