15.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1025 í B-deild Alþingistíðinda. (930)

82. mál, póstafgreiðsla í Vík

Ráðherra (H. H.):

Það er ekki rétt, að alþingi skori á stjórnina að leggja í kostnað, sem ekki er veitt fé til. Vilji þingm. fá nýjar stofnanir, sem kosta fé, er því beinn vegur að leita til fjárlaganefndar. Hún gæti í þessu tilfelli t. d. hnýtt athugasemd í nefndarálit sitt um það, að aukið framlag til póstafgreiðslumanna sé ætlað þessari nýju póstafgreiðslu, og mundi stjórnin óðar með gleði taka það til greina. En annars veit eg ekki til þess, að það sé meiningin hjá stjórninni, að gera Vík að neinu olbogabarni.