12.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1038 í B-deild Alþingistíðinda. (948)

83. mál, verslunarlöggjöf

Lárus H. Bjarnason:

Eg mætti kannske til viðbótar skjóta því til flutningsmanns, hvort ekki væri ástæða til að hafa orðalag tillögunnar lítið eitt rýmra. Í tillögunni er að eins talað um verzlunarlöggjöf, en mér finst ástæða til að taka ýmsar aðrar atvinnugreinir með, t. d. siglingar, handiðn, verksmiðjurekstur og þvílíkt. Það þyrfti ekki mikla breytingu, mundi ef til vill nægja að setja atvinnulöggjöf í stað orðsins verzlunarlöggjöf. Ef á annað borð er »kodificerað«, væri bezt að taka sem mest með, svo að hægt sé að sækja alt á sama staðinn.

Eg vil skjóta því til flutningsmanns hvort hann muni ekki vera tilleiðanlegur til að taka till. út af dagskrá til að gjöra þessa breytingu á henni.