03.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (98)

3. mál, fjáraukalög 1906 og 1907

Framsögumaður (Sig. Stefánsson):

Eins og nefndarálitið ber með sér ræður nefndin til að frumv. verði samþykt óbreytt, eins og það kemur frá neðri deild. Það hefir að eins sú breyting verið gerð á því, síðan það fór héðan úr deildinni, að neðri deild hefir felt burtu um 140 kr. hækkun á reikningsábyrgð á manntalsbókarreikningi Skaftafellssýslu, sem samþykt var hér í deildinni að falla skyldi niður. Nefndin vill ekki halda þessari hækkun á ábyrgðaruppgjöfinni til streitu, og vonar að háttv. deild samþykki frv. óbreytt.