08.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 435 í B-deild Alþingistíðinda. (1014)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Björn Jónsson:

Eg skal ekki lengja umr. Vildi eg að eins minnast á Bjargtangavitann. Hefi eg heyrt, að undirbúningsleysi sé borið við, svo sem ástæðu gegn fjárveitingu til hans. En auðvitað verður hann ekki reistur nema alt sé nægilega undirbúið. Og til þess er meira en nógur tími fyrra fjárhagsárið. Því er féð til hans veitt ekki fyr en síðara árið.

Um skilagreinina fyrir láninu skal eg taka það fram, að full skil eru gerð á því í landsreikningunum. Allar ímyndaðar getsakir um þetta, sem bólað hefir á og eru býsna nærgöngular sæmd þess manns, er hafði með þetta að gera, eru því orðnar að tómum reyk.