15.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 529 í B-deild Alþingistíðinda. (1049)

87. mál, fjáraukalög 1910 og 1911

Framsögumaður (Björn Þorláksson):

Eg ætla að eins að segja örfá orð og mæla fram með frumv. Eg vona, að menn hafi kynt sér nefndarálitið og hefi eg engu við að bæta það, sem þar stendur. Í fjáraukalagafrumvarpi stjórnarinnar, var gert ráð fyrir 112,000 kr. útgjöldum. Nefndin hefir breytt frumv. dálítið, lækkað sum útgjöld og numið nokkur burtu. Aftur á móti hefir hún bætt inn nokkrum útgjöldum og hækkað önnur. Eg ætla ekki að fara nákvæmlega út í þau atriði nú, en aðeins geta þess, að samkv. nefndarálitinu eru útgjöldin á fjáraukalögunum fyrir árin 1910 og 1911, 118, 000 krónur.

Í sambandi við þetta, skal eg geta þess, að margar breyt.till. hafa komið fram frá háttv. þm. og skal eg ekki fara lengra út í þá sálma nú, en að eins geta þess, að þessar breytingar nema um 40 þúsund kr. hækkun á fjáraukalögunum fyrir árin 1910 og 1911. Eg álít, að það sé mjög athugavert, að samþykkja þessar breyt.till. hinna háttv. þm. og eg vil benda mönnum á að fara varlega í slíkum fjárveitingum og gæta þess, að fjárhagur landssjóðs er mjög erfiður nú. Hvar ætla menn að taka alt það fé, sem þarf að brúka, ef allar breytingartillögurnar verða samþyktar? Eg skal svo ekki fara fleiri orðum um þetta að sinni.