23.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 606 í B-deild Alþingistíðinda. (1079)

87. mál, fjáraukalög 1910 og 1911

Björn Jónsson:

Það er að eins stutt athugasemd. Eg hélt, að virðulegum framsögumanni (B. Þ.) væri kunugt um það, að það var fyrir slysni, að styrkurinn til frú Þóru Melsted stóð ekki í frv. stjórnarinnar. Það stafaði af því, að frá frv. var gengið, eins og kunnugt er, á tveim stöðum. Eg varð ekki var við það, fyr en það var of seint fyrir mig að setja það inn í frumvarpið, nefnilega þegar eg var farinn frá völdum.