21.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í B-deild Alþingistíðinda. (1105)

144. mál, fjáraukalög 1908 og 1909

Framsögum. (Ólafur Briem):

Fjárhæðir þær, sem farið er fram á að veittar verði í frumv. þessu, nema alls rúml. 84 þús. kr. Þar við bætast svo viðaukatillögur, sem nefndin hefir komið fram með, að upphæð rúml. 6 þús. kr. En þar að auki er þess að gæta, að af umframgreiðslum, er yfirskoðunarmenn landsreikninganna álíta að leita hefði átt aukafjárveitingar fyrir, vantar að taka upp í þetta frumv. nálega 57 þús. kr. Að öðru leyti sýnist rétt að geyma frekari skýringar.