21.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 657 í B-deild Alþingistíðinda. (1118)

142. mál, landsreikningurinn 1908-1909

Hannes Hafstein:

Eg átti við þau ummæli, þar sem stendur að landssjóður hafi átt 1,800,000 kr. í handbæru fé, þegar eg tók við, en svo hafi fjárbruðlun mín verið gengdarlaus, að þegar eg fór frá, hafi landið verið sokkið í 500,000 króna skuld; og hitt féð alt auðvitað þá eytt. Þetta er ærulaus lygi, og hver sem segir slíkt, eða gefur þetta í skyn, hann lýgur.

(Forseti hringdi og vítti þessi ummæli þingmannsins sem of svæsin).