24.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 657 í B-deild Alþingistíðinda. (1120)

142. mál, landsreikningurinn 1908-1909

Framsögum. (Ólafur Briem):

Í óvissum útgjöldum 1909 eru fólgnar 5000 kr., er hafa verið greiddar upp í kostnað við bankarannsóknarnefndina. Af kostnaðinum við téða bankarannsókn, sem alls hefir numið kr. 8947,73, hafa þessar 5000 kr. verið greiddar úr landssjóði. Stjórnin segir í svörum sínum, að hún hafi gert þetta í samráði við bankastjórnina, og hafi það verið tilætlunin, að landssjóður bæri þennan kostnað þangað til búið væri að fá álit alþingis, hvar hann skuli niður koma, en yfirskoðendur álíta réttara, að bankinn greiði þennan kostnað og hefir nefndin aðhylst þeirra skoðun, og hefir þess vegna komið með breyt.till. í þá átt, að gjaldl. 11 í reikningslagafrumvarpinu verði færður niður um téða upphæð.

Ennfremur leggur nefndin til, að gjaldliður 6 A í reikningslögunum verði færður niður um 600 kr., sem er oftalinn námsstyrkur við prestaskólann 1909.

Sömuleiðis ber þess að geta, að óviss útgjöld 1908 eru í reikningslagafrumvarpinu vantalin um kr. 7521,98 og hefir nefndin komið með breytingartillögu til að lagfæra þetta.