15.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (1165)

12. mál, vantraustsyfirlýsing og ráðherraskipti

Skúli Thoroddsen:

Eg verð að taka það fram, að þeir atburðir, sem hér hafa gerst, sýna það, að það er gersamleg óhæfa, að ráðherraútnefningin sé bygð á skotspónafréttum. Hún verður að byggjast á »autoriseruðum« upplýsingum frá sameinuðu þingi. (H. Hafstein: Gegnum forsetann?). En hér hefir verið farið eftir fölskum skeytum.