05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1027 í B-deild Alþingistíðinda. (1245)

108. mál, stjórnarskipunarlög

Pétur Jónsson:

Eg vil leiða athygli að því, að það er oft komið með viðáttumiklar og víðtækar breytingartillögur við frumvörpin, þegar þeir þing­fundir eru að byrja, sem á að ræða þessar breytingartillögur á og greiða at­kvæði um. Þetta er að misbjóða þing­mönnum, og misvirða jafn mikilvægt mál og þetta er. Menn verða að hafa tíma til þess að átta sig á breytingun­um, áður en þingfundir byrja.