03.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1047 í B-deild Alþingistíðinda. (1253)

108. mál, stjórnarskipunarlög

Björn Kristjánsson:

Það eru að eins örfá orð um 2 brtill., sem eg hefi leyft mér að koma fram með. Fyrri brtill. tek eg aftur. Hin síðari er við 16. gr. og er að eins lögun á orðfæri. Að vísu er þetta orðað svo í gömlu stjórnarskránni, en eg kunni ekki vel við það, því að vitanlega geta yfirskoðunarmenn ekkert gert, þó að eitthvað vanti á. Eg vona því, að þessi litla brtill. verði samþykt.