03.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1062 í B-deild Alþingistíðinda. (1263)

108. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (H. Þ.):

Út af ummælum háttv. 2. þm. Rang. (E. J.) um innanþingsskrifarana, að það hefði gengið nokkuð seint með að skrifa ræð­ur þingmanna, skal eg játa, að svo hefir að vísu verið. En það hefir ver­ið svo óvenjulega mikið að gera fyrir skrifarana á þessu þingi, að þeim er nokk­ur vorkunn. En eg hefi samt ekki vilj­að bæta við tveimur, því að hér í Nd. hafa aldrei verið fleiri en 8 skrifarar. En annars heyrir umsjón með skrifurunum nánast undir skrifstofuna og henni hefir verið fyrirskipað að setja skrifur­unum strangari reglur, en áður hefir verið venja til, og hafa þær ráðstafanir þegar haft góðan árangur.