21.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (1313)

81. mál, erfðafjárskattur

Framsögum. (Ólafur Briem):

Út af því, sem háttv. þm. Vestm. (J. M.) sagði, skal eg geta þess, að það er rétt, að lágmark þeirra eftirlátinna fjármuna, sem erfðafjárskatti á að svara af er nú 200 kr., þannig, að af minna arfi þarf ekkert gjald að greiða, ef alt er til skifta kemur nær eigi 200 kr. En hér er gert ráð fyrir að hafa takmarkið 100 kr. Það stendur í 5. gr. frumvarpsins. Breytingin frá núgildandi lögum er því sú ein, að þessu leyti, að lágmarkið er fært niður um helming og stendur það í sambandi við hækkun erfðafjárskattsins, sem hér er gert ráð fyrir og virðist sú breyting ekki að neinu leyti varhugaverð.