09.05.1911
Sameinað þing: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í B-deild Alþingistíðinda. (133)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Stgr. Jónsson:

Að eins stutt athugasemd. Það er rangt hjá háttv. þm., sem síðast settist niður, að telja tekjuhallann á fjárlögunum fyrir 1908—09 kr. 525 þús. Hið heimilaða lán, sem taka átti til símalagninga, á ekki að telja með, svo tekjuhallinn er ekki nema 25 þús. kr. og auk þess á fjáraukalögum c. 160 þús. kr. En gefi eg honum eftir að telja eins og hann vill, svo tekjuhallinn sé þá talinn samtals 585 þús. kr. verður að fylgja sömu reglu nú. En þá verður niðurstaðan þessi: Tekjuhalli nú eftir fjárlögum og fjáraukalögum og með því að draga frá tekjunum 110 þús. kr. fyrir yfirreiknuðum áfengistolli um 666 þús. kr.

Til hafnarinnar í Reykjavík (lán) 400 - -

Til þess að kaupa talsíma-

kerfi Reykjavíkur (lán) . . 74 - -

Þannig samtals kr. 1150 - -

Eg þakka forseta þá kurteisi að leyfa mér að gera þessa athugasemd.