01.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í B-deild Alþingistíðinda. (1360)

25. mál, vegamál

Jón Jónsson (1. þm. S.-Múl.):

Eg bjóst við því, að hinn háttv. flutningsm. mundi koma með betri skýringar við frv. Í mínum augum er 1. gr. frv. þess eðlis, að fyrir þá grein er frumv. með öllu óaðgengilegt. Með þeirri gr. er farið fram á að létta af héruðum á einu svæði landsins lögskipaðri viðhaldsskyldu. Verði þetta að lögum, leiðir af því, að viðhald allra flutningabrauta á landinu lendir á landssjóði. Við öðru er ekki hægt að búast. Eg vil beina þeirri spurningu til hins háttv. flutningsm., sem sjálfur á sæti í fjárlaganefndinni, hvort fjárhagur landsins sé svo, að þetta yrði ráðlegt eða tiltækilegt. Eg geri varla ráð fyrir, að spurningunni verði svarað játandi. Eg skal ekki orðlengja meira um frv., en þrátt fyrir það, þótt einhver bót kunni að vera í öðrum gr. frv., þá þykir mér 1. gr. þess ein ærin til að greiða atkv. á móti frv. og till. um að setja nefnd í það. Og það mun eg gera.