01.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1166 í B-deild Alþingistíðinda. (1368)

25. mál, vegamál

Pétur Jónsson:

Því hefir verið haldið fram hér í deildinni, að það væri ósanngjarnt, að 2 sýslufélög kosti sameiginlega viðhald flutningabrautar, en þar til er að svara, að vegalögin geta ekki ráðið við, á hvern hátt sýslufélögum er skift. Þessu verður að skifta eftir bygðarlögum, hvort sem þar eiga hlut að máli fleiri eða færri sýslufélög, og sýslufélögum er sífelt verið að skifta. (Eggert Pálsson: Þá ætti Vestur-Skaftafellssýsla líka að taka þátt í kostnaðinum). Hér er um 2 sýslufélög að ræða í sama bygðarlaginu og er því eðlilegt, að þau hafi sameiginlegan kostnað af sameiginlegum samgöngubótum.

Út af því, sem háttv. 2. þm. Árn. (S. S.) sagði, að rangt væri að nefna Flóaveginn flutningabraut, skal eg geta þess, að mín vegna mætti hann gjarna nefnast akfær þjóðvegur. En viðhaldskostnaðurinn hvílir á héraðinu eins fyrir því eftir vegalögunum.