21.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1169 í B-deild Alþingistíðinda. (1373)

25. mál, vegamál

Framsögum. (Ólafur Briem):

Það hefir orðið nokkur ágreiningur um það hér í deildinni, hvort máli þessu skuli sinna, eður eigi. Nefndin, sem kosin var í málið, þykist geta fullyrt það, að hún hafi gert þær breytingar á frumv., að þær mundu verða til bóta, ef þær næðu fram að ganga. Hún hefir borið sig saman við verkfræðing landsins, og það má ætla, að hann vilji ekki fara að breyta lögum þessum — vegalögunum frá 1907 — að ástæðulausu, þar sem hann var aðalhöfundur þeirra, en hann er þó alveg samþykkur brtill. á þgskj. 155.

Annars vil eg ekki fara út í einstök atriði þessa máls nú, en vænti að það gangi til 2. umr.