16.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1186 í B-deild Alþingistíðinda. (1408)

49. mál, dánarskýrslur

Hálfdan Guðjónsson:

Eg vil að eins taka það fram, að það er ekki svo að skilja, að eg sé á móti anda frumvarpsins, en ef engar breytingar fást á því, eða skýringar frekari en orðið er, þá neyðist eg til þess að verða á móti því, eins og það liggur fyrir. Þessvegna er mér einkum ant um það, að málið komist í nefnd.