06.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1190 í B-deild Alþingistíðinda. (1418)

23. mál, sóttgæsluskírteini skipa

Jón Magnússon:

Eg vil aðeins gera viðlíka athugasemd eins og háttv. 1. þm. Eyf. gerði við frv., sem næst var á undan á dagskrá, nefnilega, að fyrirsögn þessa frv. svarar ekki heldur nákvæmlega til innihalds þess. Frv. fer fram á, að skip þurfi ekki að hafa sóttgæzluskírteini. Það er því máske ekki nákvæmt að kalla að lögin sé um sóttgæzluskírteini, heldur ef til vill þvert á móti. En enginn efi getur leikið á meiningunni, og því virðist óþarft að breyta fyrirsögninni, enda getur verið fullerfitt að skíra slík frumvörp sem þetta. Ef háttv. Ed. sýnist svo, getur hún breytt fyrirsögninni.