06.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1253 í B-deild Alþingistíðinda. (1507)

29. mál, víxilmál

Hannes Hafstein:

Eg vil aðeins vekja athygli á, að þótt fyrirsögnin nefni alment varnarþing í víxilmálum, þá er þar með ekki átt við, að ákvæðin gildi um öll víxilmál. Frumv. er að eins um mál út af svo nefndum domicilieruðum víxlum, eins og texti frumv. ber með sér. Ákvæðin ná að eins til þeirra mála, og það hefði eiginlega verið nákvæmara, að í fyrirsögninni hefði staðið: »varnarþing í nokkrum víxilmálum«. En eg skil ekki, að það geti valdið neinum misskilningi, þótt fyrirsögnin verði samþykt, eins og hún er. Efni lagafrumvarpsins býst eg við að flestir séu samþykkir.