07.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1276 í B-deild Alþingistíðinda. (1544)

46. mál, lækningaleyfi

Flutningsm. (Jón Magnússon):

Það hefir verið talað um það, að það væri vilji almennings að halda skottulæknum. En hvernig vita hinir háttv. þm. það? Og þó að svo sé, að almenningur þoli skottulækna, þá sannar það ekki, að skottulæknar séu nauðsynlegir hér á landi. Almenningur hefir brúkað Brama, og er það þó ekki sönnun fyrir nytsemi hans.

Þeir tveir háttv. þm. 1. þm. G.-K. (B. K.) og 1. þm. Rang. (E. P.), sem helzt hafa talað á móti frumv. virðast telja það sönnun fyrir nytsemi skottulækna, að almenningur hafi notað þá. Það er víst óhætt að segja það, að alment hafi verið drukkið hér brennivín í landinu. Það ætti því að vera sönnun fyrir nytsemi brennivíns, en þá hefðu hinir háttv. þingmenn ekki átt að samþykkja aðflutningsbannið.

Eg skal ekki orðlengja meira um þetta; vona að nefnd verði kosin í málið.