28.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1295 í B-deild Alþingistíðinda. (1564)

46. mál, lækningaleyfi

Framsögum. (Jón Þorkelsson):

Eg veit af góðri kynningu við háttv. 1. þm. N.-Múl. (J. J.) að hann er bæði þybbinn og þaulsætinn við sinn keip, og þykir mér því fyrir að hann er mótfallinn smáskamtalæknum, af því að mér þykir hann spyrna þar móti sanngjörnu máli. Eg skil heldur ekki að hann þekki betur til smáskamtalækninga en lærðir læknar hér, að hann ætli sér þá dul að fella burtu þau ákvæði, úr frv. þessu, sem landlæknir hefir fallist á. Það má auk þess ætíð svifta smáskamtalæknana þessu leyfi, ef það sannast, að þeir geri skaða, og skil eg ekki hversvegna háttv. þm. er á móti því. Enda þótt eg álíti að háttv. 1. þm. N.Múl. (J. J.) hafi yfirleitt gott vit, álít eg þó að hann hafi ekki vit fyrir öðrum á þessu máli, enda vona eg að breytingartillaga hv. þm. verði feld, en að frv. verði samþykt.