28.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1295 í B-deild Alþingistíðinda. (1565)

46. mál, lækningaleyfi

Jón Magnússon:

Eg skal ekki fara mörgum orðum um þetta mál. Aðeins vil eg geta þess, að eg er samþykkur háttv. 1. þm. N.-Múl. (J. J.) um það. Og þótt eg hafi undirskrifað nefndarálitið, er eg í raun og veru mótfallinn breytingunum, þótt eg hafi gengið að þeim til samkomulags. Skal eg ennfremur geta þess, að háttv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.) skýrði ekki rétt frá ummælum landlæknis um frumv. Landlæknirinn hefir aðeins látið það í ljósi, að hann vildi heldur að frumv. yrði samþykt með breytingunum, sem nefndin stingur upp á, en að það væri felt.