10.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1321 í B-deild Alþingistíðinda. (1609)

67. mál, réttur kvenna

Sigurður Gunnarsson:

Háttv. 1. Eyf. (H. H.) á raunar ekki skilið, að eg styðji hann að þessu máli, þar sem hann situr með blóðugar hendur eft­ir að hafa drepið frumv. fyrir mér, en af því að eg er sanngjarn maður vil eg gjarnan styðja gott mál. Eg hefi lengi verið þeirrar skoðunar, að konur ættu að hafa sama rétt sem karlar og óttast ekki afleiðingarnar af því. Sérstaklega þykir mér vænt um 3. gr. frumvarps­ins; þar er ekkert kák, heldur er kven­mönnum þar lagðar hinar sömu skyld­ur á herðar sem karlmönnum. Það skerpir ábyrgðartilfinning þeirra og kem­ur í veg fyrir, að þær sæki of ótt fram. Reynslan mun sýna, að frumv. verður til góðs og mun eg veita því fylgi mitt.