22.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í B-deild Alþingistíðinda. (170)

10. mál, rannsókn bankamálsins

Lárus H. Bjarnason:

Umræður eru nú orðnar svo langar, að þar við er engu bætandi. Eg stend að eins upp til að lýsa undrun minni á því, hvernig háttv. forseti fer með okkur, mig og hæstv. ráðherra, og snýr þó sama eyranu, hægra eyranu að okkur báðum. Eg hafði alt af búist við því, að hann mundi taka vægilega á hæstv. ráðherra, en ekki svo áferðarilla, að hann liði ráðherra alt, en mér ekkert.