22.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (172)

10. mál, rannsókn bankamálsins

Lárus H. Bjarnason:

Háttv. forseti heldur sinni skoðun og eg minni. Hann kvað vera góður maður og bætir sig því vonandi.

En hæstv. ráðherra bið eg vorkunnar. Hann er sjúkur maður og hefir lengi verið það. Það er eina vörnin, sem hægt er að færa fyrir hann. Eg hefi aldrei álitið að honum væri sjálfrátt og enn síður á þingi nú 1911, en á þingi 1909, enda heyrði eg nýlega einn flokksmann hans segja: „Hann er ekki með öllum mjalla, karlhrófið“.

Annars stóð eg að eins upp til að minna háttv. forseta aftur á að gæta sín, ekki mín vegna, heldur sjálfs hans vegna og sóma forsetadómsins. Og skeri nú atkvæði úr.