05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1403 í B-deild Alþingistíðinda. (1766)

63. mál, Húsavík með Þorvaldsstöðum

Pétur Jónsson:

Eg er því samþykkur, að máli þessu sé vísað til nefndar, en eg vildi þó óska þess, að í þetta mál og næsta mál á dagskrá yrði skipuð sérstök nefnd. Það er ekki af því, að eg á nokkurn hátt vantreysti þeim mönnum, sem sæti eiga í kirkjujarðasölunefndinni, en eg hefði þó heldur kosið, að kunnugir menn þar norður frá fjölluðu um þetta mál. Það er samt ekki svo að skilja, að eg sé með þessu að benda á sjálfan mig sem heppilegan í nefndinni. Annars hefði eg ástæðu til að tala nokkuð um málið, en með því að eg býst við því, að það gangi hindrunarlaust til 2. umr., get eg geymt mér það þangað til þá.

Eg vil því leyfa mér að stinga upp á 5 manna nefnd í þetta mál.