01.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1426 í B-deild Alþingistíðinda. (1805)

127. mál, sala á Sigurðarstöðum

Framsögum. (Benedikt Sveinsson):

Mig furðar á því ofurkappi, sem hv. þm. Vestm. (J. M.) sýnir í þessu máli, bæði við fyrri umræður og nú. Eg get ekki skilið, hvernig hann fer að tala um skaðabætur til handa ábúanda, þar sem það er sagt berum orðum í lögunum um sölu kirkjujarða, að ábúandi skuli alt af hafa forkaupsrétt, nema sýslunefndin álíti jörðina nauðsynlega fyrir skóla o. s. frv. Og það liggur fyrir skriflegt skjal frá sýslunefndinni um það, að hún álíti jörðina heppilega skólajörð, og mælir jafnframt með því, að hreppurinn fái hana keypta. Hvernig getur ábúandi þá haft rétt til skaðabótakröfu ? Mig furðar það ekki, að háttv. þm. Vestm. (J. M.) fer nú út af fundinum og flýr af hólmi, þegar

hann sér hve valtur málstaður hans er. Hann hefir talað nóg af sér í þessu máli. Það hlýtur að liggja fyrir hjá honum einhver önnur hvöt í þessu máli en að framfylgja réttum lögum.

Annars var mál þetta útlistað svo vel við 2. umr., bæði af mér og hv. þm. S.-Þing. (P. J.), að eg sé ekki ástæðu til að fara um það frekari orðum.