26.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1427 í B-deild Alþingistíðinda. (1809)

121. mál, sala á Presthólum

Framsögum. (Benedikt Sveinsson):

Fyrir þessu frv. er gerð grein í nefndaráliti á þgskj. 712. Það horfir svo við, að samkvæmt breytingu á skipun prestakalla verður jörðin ekki prestssetur eftir næstu prestaskifti. Núverandi Presthólaprestur, síra Halldór prófastur Bjarnarson, hefir sótt um að fá jörðina keypta. Sýslunefndin í N.-Þingeyjarsýslu hefir lagt á móti sölunni, með því að jörðin mundi að líkindum verða nauðsynleg til opinberra afnota, og stjórnarráðið því ekki viljað selja.

Nefndin hefir ekki séð neina sérlega annmarka á sölunni, en með því að ekki liggja fyrir nein skjöl um málið, nema beiðni prófasts að fá hana keypta, þá telur nefndin rétt, að stjórnarráðið ráði sölunni. Því skal eg leyfa mér að bera upp svo hljóðandi rökstudda dagskrá:

»Í því trausti, að landstjórnin taki þetta málefni til íhugunar og gefí ábúanda Presthóla kost á kaupum á jörðunni, ef ekkert sérstakt reynist með rökum því til fyrirstöðu, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá«.