17.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1430 í B-deild Alþingistíðinda. (1817)

84. mál, færsla þingtímans

Ráðherra (B. J.):

Mér virðist ræða virðul. fyrra þm. S.-Múl. (J. J.) hafa verið alveg óþörf, eg hafði tekið það fram, að stjórnin legði enga áherzlu á hvaða tíma sumars þingið kemur saman. Þingið ræður, hvaða tíma það velur, en vitaskuld má þrátta um, hvaða tími sé hentugastur. Rétt er þó að skipa nefnd, það mun ekki valda mikilli tímatöf.