02.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1471 í B-deild Alþingistíðinda. (1853)

22. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Pétur Jónsson:

Það hefir verið sagt, að þetta væri ofureinfalt mál, en eg er ekki á þeirri skoðun. Mér finst það ekki vera svo einfalt, hvort heppilegra sé að hafa ráðherra með lögákveðnum eftirlaunum eða ekki. Nú eru flutningsmenn þessa máls í stjórnarskrárnefndinni, og málið snertir mjög stjórnarskipun landsins. Þessvegna sting eg upp á, að því sé skotið til stjórnarskrárnefndarinnar.