27.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1555 í B-deild Alþingistíðinda. (1922)

21. mál, búpeningsskoðun og heyásetning

Flutningsm. (Sigurður Sigurðsson):

Eg skal ekki, að þessu sinni fara út í hinar einstöku greinar frumv. þessa.

Enda þótt frumvarpinu kunni að vera að ýmsu leyti ábótavant, þá miðar það þó til bóta og bætir úr göllum þeim, sem þykja vera á horfellislögunum og breytir þessu óviðfeldna heiti þeirra. Og það eitt út af fyrir sig er mikill kostur við frumvarpið, eins og háttv. 1. þm. Rang. (E. P.) benti á. — Að öðru leyti inniheldur frumvarpið breytingar á sektarákvæðum laganna. Nemur í burtu að skoðunarmenn skuli sektast og dregur yfir höfuð úr hinum ströngu sektarákvæðum horfellislaganna.

Eg vona, að málinu verði vísað til landbúnaðarnefndarinnar, og mun hún reyna að taka til greina, eftir því sem verður, bendingar háttv. 1. þm. Rang. (E. P.). Skal svo eigi fara fleiri orðum um málið að þessu sinni.