07.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1575 í B-deild Alþingistíðinda. (1937)

21. mál, búpeningsskoðun og heyásetning

Framsögum. meiri hlutans (Jón Jónsson 1. þm. N.-Múl.):

Sem svar upp á ummæli háttv. 2. þm. Eyf. (St. St.) vil eg geta þess, að eg hefi heyrt hyggna bændur segja, að alt af sé vissast að setja vel á heyin, farga heldur meiru, en að stofna öllu í voða. Þetta gera líka allir þeir, er fyrirhyggjusamir eru. Skoðun á alls ekki að fara seinna fram en í októbermánuði. Það er oft erfitt að segja með vissu um, hvað séu nægilegar fóðurbirgðir, vegna þess að svo misjafnlega hagar til í sveitunum. Eg álít, að ekki megi byggja á neinni óvissu, hvað heyásetning snertir. Menn mega ekki stofna skepnum sínum í voða, þegar vetur kemur í garð. Álít eg mjög varhugavert að fella frv. þetta frá 2. umr.