17.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1578 í B-deild Alþingistíðinda. (1944)

139. mál, útrýming fjárkláðans

Ráðherrann (B. J.):

Við þetta stutta frumvarp eru alllangar athugasemdir, sem fela í sér nægilegar skýringar á því, hversu frumv. er til orðið. Eg skal að eins geta lauslega ástæðnanna fyrir því. Eins og menn muna tókst fyrir nokkrum árum að útrýma fjárkláðanum hér á landi mikið til að haldið var. En síðan hefir reynst svo, að fyllilega hefir það ekki tekist, og kom það einkum í ljós í fyrra. Baðanir eru eins nauðsynlegar skepnunum og fóður, og bændum að sama skapi hagnaður að þeim.

Þetta veit nú meginþorri manna, en trassar, sem vanrækja baðanir, gera bæði sjálfum sér og nágrönnum sínum stórtjón. Að kippa þessu í lag er það, sem frumvarpið fer fram á.