22.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1590 í B-deild Alþingistíðinda. (1954)

139. mál, útrýming fjárkláðans

Framsm. (Hálfdan Guðjónsson):

Það hefir fátt fram komið við þessa umræðu, sem gefur mér tilefni til að tala. Að eins vil eg benda á það, að það er skylda þingsins, ef það vill gæta sóma síns, að taka vísindalega reynslu í þessu efni til greina. Án þess að eg vilji kasta nokkurri rýrð á norska dýralækninn, sem hér var nokkur ár, þá er það ómótmælanlegt, að honum hefir skeikað hvað lífsskilyrði maursins snertir. En á reynslu dýralæknisins hér er oss skylt að byggja. Er það tvíböðun, sem hann heldur fram. Skal baða með stuttu millibili, og heldur hann, að síðara baðið muni þá drepa maurinn. Þetta er aðalstefnan í þessu máli, en kostnaðurinn er aukatriði. Ætla eg svo ekki að víkja að fleiru nú.