25.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1622 í B-deild Alþingistíðinda. (1996)

105. mál, íslenskur fáni

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Hinn háttv. framsögum. (Sk. Th.) var að tala um, að eg væri orðinn gamall í skoðunum. Það er ekki mitt að dæma um það. En eg hygg, að eg sé alveg eins frjálslyndur og víðskygn og hinn háttv. framsögum. En að ætla að vinna sér frelsi með þessu tel eg vera sama sem að hv. framsm., sem langaði til að verða ráðherra, hefði byrjað að bera einkennisbúning ráðherra, þótt ekki gæti hann orðið ráðherra, eða ef maður, sem langar til að verða kóngur, byrjar á því að kaupa kórónuna.