03.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1711 í B-deild Alþingistíðinda. (2060)

133. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Bjarni Jónsson:

Eg stóð upp til að minnast á hina litlu og laglegu brtill. nefndarinnar, sem efst stendur, að breyta alstaðar »leggja« í »byggja«. (Pétur Jónsson: Hún var tekin aftur). Það lá að, að svo kostulegur dýrgripur fengi ekki að standa, ella mundi nefndin hafa fengið að heyra margt, meðal annars þessa vísu:

Símanefndin framafús

fundvís er á snilli,

byggir línur, leggur hús

landshornanna milli.