22.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1748 í B-deild Alþingistíðinda. (2094)

9. mál, prentsmiðjur

Björn Jónsson:

Ef samkvæmni ætti að vera í þessum nafnasmíðum, ætti að leggja niður fleiri heiti, t. d. landlæknir og landsféhirðir (Jón Þorkelsson: Það hefir verið gerð tillaga um það). Það er svo. (Hannes Hafstein: En landsynningur?) Nú, hann mundi þá eiga að heita þjóðsynningur! Eg er hræddur um, að það eitt græðist með þessu, að gera sig hlægilega með jafn barnalegri þjóðernis viðkvæmni og það einmitt í augum Dana, og ef til ætti að tína alt sem breyta mætti þannig, þá má lengi vera að. Stæði ekki þjóðernið á fastari fótum en það, að úti sé um það, ef ekki er klínt þessu »þjóð« framan við annaðhvort heiti í málinu, þá fyndist mér það naumast á vetur setjandi.