18.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1766 í B-deild Alþingistíðinda. (2111)

9. mál, prentsmiðjur

Jóhannes Jóhannesson:

Eg benti síðast á nokkra galla, sem þá voru á frv. Nú eru þeir sniðnir burtu, svo að það er orðið mikið aðgengilegra en ef það hefði verið samþykt, eins og það var þá. Þó er þar einn galli enn slíkur, að eg verð að vera á móti frv., ef hann fær að standa. Það er klausan í 8. gr. um það, að með þessu séu öll lög eldri og yngri, er komi í bága við þessi, úr gildi numin. Eg get ekki skilið þessi »yngri« lög öðru vísi en svo, að það séu öll þau lög, sem sett kunna að verða um þetta efni; það er með öðrum orðum bannað hér eftir, að setja nokkur lög um slíkt. Eg verð því, sóma þingsins vegna, að vera á móti þannig orðuðu frv. og ráða öðrum háttv. deildarmönnum til hins sama.