19.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1769 í B-deild Alþingistíðinda. (2115)

9. mál, prentsmiðjur

Framsögum. meiri hl. (Bjarni Jónsson):

Þessi 2 eintök, sem meiningin er að láta landsbókasafnið hafa, eru auðvitað í sjálfu sér alveg ófullnægjandi til bókaskifta við erlend söfn, en þau eru þó betri en ekki neitt, og því vona eg að menn fallist á till. nefndarinnar á þgskj. 480; þótt það ákvæði nái ekki til allra bóka, þá nær það þó til þeirra, sem styrktar eru af landsfé, og sem þingið hefir rétt til að heimta. Annars verður beinlínis að kaupa bækur til skiftanna, og má búast við að þeim fjölgi árlega, og það er einmitt rétta leiðin.

Eg þykist þess nú fullviss, að þingið samþykki till. nefndarinnar, og komi svo bókakaupunum í það horf, sem vera ber, með ríflegum fjárveitingum.