26.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í B-deild Alþingistíðinda. (214)

75. mál, stjórnarskrármálið

Júlíus Havsteen:

Eg ætla að eins að segja fáein orð til viðbótar því, sem hv. framsögum. sagði um 13. till. á þgskj. 721, sem sé að þessi málsgrein 22. gr. frv., falli niður. Eg álít alveg nauðsynlegt að þessi grein falli, ekki einungis af því, sem hv. framsögum. nefndi, heldur hreint og beint af því, að stjórnarskráin yrði eflaust ekki staðfest að öðrum kosti. Í því efni get eg vísað til dómsmálastj.br. 15. apríl 1851. Enda má benda á það, að orðuveitingar eru aldrei „kontrasigneraðar“ af ráðherra, heldur skrifar konungur undir einn með orðukanselleranum. Hér er því gengið á einkarétt eða forréttindi konungs, og það gæti gersamlega eyðilagt alt frumvarpið ef þetta ákvæði fær að standa.