04.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1794 í B-deild Alþingistíðinda. (2142)

32. mál, stækkun verslunarlóðarinnar í Gerðum

Jón Jónsson (1. þm. S.-Múl.):

Eg verð að játa það, að eg er dálítið hikandi í þessu máli, þykir það viðsjárvert sökum þess, að eg er ókunnugur á þessum stað. Mér virðist, ef frv. yrði að lögum, þá gæti það haft töluverð áhrif á eignahag manna, og þeir, sem keypt hafa dýrar lóðir, yrðu hart úti, ef lóðirnar lækkuðu aftur mjög í verði. Eg vildi gjarnan vita, hver væri eigandi jarðarinnar, hvort hún væri opinber eign eða einstakra manna eign. Löggjafarvaldið verður að líta á það með lagasetning sinni, að gera ekki annan ríkara en áður, jafnframt því, að það gerir hinn fátækara en áður.