18.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1800 í B-deild Alþingistíðinda. (2155)

33. mál, borgarstjórakosning

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg stend upp til þess að leyfa mér að leggja með því að breytingartillaga háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) verði samþykt, því að hún er svo sanngjörn, þar sem hún fer fram á að tryggja sem mest rétt bæjarbúa. Eg þarf í raun og veru ekki að mæla með henni, því að háttv. 2. þm. Rvk. (M. Bl.) gerði það sjálfur, þar sem hann sagðist sjálfur vera henni hlyntur, en hins vegar aðhyllast hinar breytingartillögurnar til þess að gera jafnt upp á milli bæjarstjórnarinnar og kjósenda. En borgarstjórakosningin er fyrir bæjarbúa, en ekki fyrir bæjarstjórnina. Þess vegna ber að taka meira tillit til þeirra en hennar.

Mæli eg þess vegna með tillögu háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.).