18.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1813 í B-deild Alþingistíðinda. (2177)

37. mál, breyting á fátækralögum

Björn Þorláksson:

Það var að undirlagi vor flutningsmanna breyt.till. á þgskj. 601, að frumv. var tekið út af dagskrá. Reyndar er ekkert fram komið síðan, sem breytt hafi skoðun vorri. Vér leggjum þann skilning í breyt.till., að með henni sé bæjarstjórnum og hreppsnefndum að eins veitt heimild til að veita sveitarstyrk, án þess að réttindamissir bakist þiggjandanum. Það ætti því engin hætta að stafa af þessu ákvæði. Þetta miðar til frjálslegri umbóta og er samkvæmt þeim mannúðaranda, sem nú er ríkjandi.