18.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1814 í B-deild Alþingistíðinda. (2179)

37. mál, breyting á fátækralögum

Björn Þorláksson:

Mér er óskiljanlegt, að háttv. þm. Vestm. (J. M.) skuli halda fram þessum skilningi á orðum mínum. En eg skal ekki tala meir um það. En með því hann er lögfræðingur, þá vildum við taka tillit til þess, sem hann sagði, og óskuðum því að málið væri tekið út af dagskrá, til að geta borið okkur saman við aðra lögfræðinga. Nú hefi eg borið þetta undir annan lögfræðing og hann sagði, að ekki væri hægt að skilja þetta ákvæði öðru vísi en eg geri og hefi fram tekið. Þetta sýnir, að lögfræðingar eru hér ekki á sama máli, eins og svo oft hefir átt sér stað. Eg trúi þessum lögfræðing, sem eg hefi leitað ráða hjá, eins vel og háttv. þm. Vestm. (J. M.), án þess að gera lítið úr honum og þess vegna held eg fast við minn fyrri skilning á málinu. Legg eg nú breytingartillöguna undir atkvæði deildarinnar í þeirri von, að hún verði samþykt.