26.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 487 í B-deild Alþingistíðinda. (218)

75. mál, stjórnarskrármálið

Ráðherra (Kr. J):

Eg lýsi hér með yfir því, að eftir umboði hans hátignar konungsins framlengi eg þingið til laugardags 6. maí næstk.

Enn fremur skal eg skýra frá því, til þess að taka af allan vafa um þingsetu konungkj. þingmanna, að eg hefi fengið konungsúrskurð fyrir því, að núverandi kgkj. þingm. skuli eiga þingseturétt til loka þessa þings, eg gæti lesið upp konungsbréfið ef deildin óskaði.