26.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 487 í B-deild Alþingistíðinda. (219)

75. mál, stjórnarskrármálið

Framsögum. Sigurður Stefánsson:

Eg finn ekki ástæðu til að halda ræðu að þessu sinni, um þetta mál, er hér liggur fyrir. Að vísu eru fram komnar nokkrar breytingar, en flestar eru þær að eins orðabreytingar og til skýringarauka. Inn hafa að vísu slæðst smávillur, sem þó má hæglega leiðrétta á skrifstofunni. En sem sagt skal eg ekki tefja þingdeildarmenn með ræðu, tíminn er orðinn harla naumur, og því ekki rétt að tefja fyrir þessu mikilsverða máli.